Leiðrétting – Síminn hf. – Skilvirkari rekstur skilar Símanum árangri. Frétt birt 2016-10-27 17:47:53 CEST

Leiðrétting – Síminn hf. – Skilvirkari rekstur skilar Símanum árangri. Frétt birt 2016-10-27 17:47:53 CEST

//
Categories

Ástæða leiðréttingar: Í tilkynningu sem birt var í dag 27. október kl. 17:47:53 CEST er hagnaður á þriðja ársfjórðungi 2016 rangur sem og samanburðartala fyrir 2015. Röng fjárhæð er tilgreind undir helstu niðurstöður í rekstri á þriðja ársfjórðungi 2016 og í afkomutilkynningu. Rétt fjárhæð er að hagnaður á þriðja ársfjórðungi 2016 var 1.128 milljónir króna samanborið við 873 milljónir króna á sama tímabili 2015. 

Helstu niðurstöður í rekstri á þriðja ársfjórðungi 2016

  • Tekjur á þriðja ársfjórðungi 2016 voru 7.270 milljónir króna samanborið við 7.555 milljónir króna á sama tímabili 2015.
  • Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði EBITDA var 2.583 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi 2016 samanborið við 2.365 milljónir króna á sama tímabili 2015. EBITDA hlutfallið var 35,5% fyrir þriðja ársfjórðung 2016 en var 31,3% á sama tímabili 2015.
  • Hagnaður á þriðja ársfjórðungi 2016 var 1.128 milljónir króna samanborið við 873 milljónir króna á sama tímabili 2015.
  • Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta var 2.681 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi 2016 en var 2.557 milljónir króna á sama tímabili 2015. Eftir vexti og skatta var handbært fé frá rekstri 2.268 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi 2016 en 2.046 milljónir króna á sama tímabili 2015 og hækkar um 222 milljónir króna milli ára.
  • Vaxtaberandi skuldir voru 23,4 milljarður króna í lok þriðja ársfjórðungs 2016 en voru 24,2 milljarðar í árslok 2015. Hreinar vaxtaberandi skuldir voru 19,6 milljarðar króna í lok þriðja ársfjórðungs 2016.
  • Hrein fjármagnsgjöld voru 269 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi 2016 en voru 424 milljónir króna á sama tímabili 2015. Fjármagnsgjöld voru 398 milljónir króna, fjármunatekjur voru 109 milljónir króna og gengishagnaður 20 milljónir króna.
  • Eiginfjárhlutfall Símans hf. var 53,9% í lok þriðja ársfjórðungs 2016 og eigið fé 33,7 milljarðar króna. 

   Orri Hauksson, forstjóri:

„Við erum stolt af árangrinum á þriðja ársfjórðungi, en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir jókst um tæpar 220 milljónir króna milli ára. Fjarskiptamarkaðurinn er einkar líflegur um þessar mundir og samkeppnin hörð. Góð þjónusta til viðskiptavina og aukinn straumur ferðamanna léku lykilhlutverk í bættri afkomu samstæðunnar milli ára. Þess utan er viðsnúningurinn frá fyrri hluta árs ekki síst afrakstur hagræðingar innan samstæðunnar, til að mæta auknum launakostnaði og verðlækkunum. Þannig hefur stöðugildum fækkað um 14% á árinu hjá móðurfélagi Símans hf. Þá hafa dótturfélög verið seld og reksturinn einfaldaður, til að ná skýrari fókus á kjarnastarfsemi og auka samkeppnishæfi.

Virði áskrifta fyrir viðskiptavini hefur vaxið á fjarskiptamarkaðnum. Það sjá áskrifendur Heimilispakkans, sem fjölgar ört, og eins hafa Fjölskyldu- og Krakkakort í farsíma slegið í gegn. Upplýsingatæknieining samstæðunnar, Sensa, mun eiga mjög gott ár. Innviðafélagið Míla mun tengja 30 þúsund heimili með ljósleiðara fyrir árslok, en þetta átak fer fram án jarðrasks og með afar lágum framkvæmdakostnaði. Starfsmenn samstæðunnar hafa gert vel  í rekstri hennar það sem af er ári og rekstrarspáin er óbreytt fyrir árið í heild.“

Nánari upplýsingar um uppgjörið veita:

Orri Hauksson, forstjóri Símans, s. 550-6003 ([email protected])

Óskar Hauksson, fjármálastjóri Símans s. 550-6003 ([email protected])