Vísað er til tilkynningar frá 27. júní 2018 um niðurstöður hluthafafundar þar sem samþykkt var að lækka hlutafé félagsins um kr. 250.000.000 að nafnvirði.

Fram kom í tilkynningunni að hlutfjárlækkunin væri háð fyrirvörum um: (1) samþykki Fjármálaeftirlitsins og; (2) að fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra veitti félaginu undanþágu frá innköllunarskyldu. Þessum fyrirvörum hefur nú verið fullnægt og því mun hlutafjárlækkunin koma til framkvæmda með greiðslu til hluthafa þann 26. júlí nk.  Við útgreiðslu verður miðað við hlutaskrá félagsins í lok dags þann 19. júlí nk. og fá hluthafar greidda til sín lækkunarfjárhæðina í formi hlutabréfa í Kviku banka hf. í samræmi við samþykkt hluthafafundar 27. júní sl.  Tekið skal fram að skilyrði fyrir útgreiðslu er að fjöldi hluta í Kviku banka hf. fari ekki umfram 300.000.000 hluti.

Samkvæmt samþykkt hluthafafundar 27. júní sl. býðst félagið til að kaupa allt að 2.000 hluti af afhentum hlutum í Kviku banka hf. af hverjum hluthafa, sem þess óskar á skráðu markaðsgengi. Mun hver hluthafi félagsins sem fær afhent hlutabréf vegna hlutafjárlækkunarinnar geta leitað til félagsins í tvær vikur frá greiðsludegi 26. júlí nk. varðandi slíka sölu og er áhugasömum hluthöfum bent á að hafa samband í gegnum [email protected].

Nánari upplýsingar veitir Andri Ólafsson samskiptastjóri í síma 660-5105.