Marel 3F 2016-Góður árangur með 14,2% EBIT

Marel 3F 2016-Góður árangur með 14,2% EBIT

//
Categories

Marel kynnir afkomu þriðja ársfjórðungs 2016
(Allar upphæðir í evrum)

Góður árangur með 14,2% EBIT

  •  Tekjur á þriðja ársfjórðungi 2016 námu 234,8 milljónum evra [3F 2015: 189,1m]. Pro forma tekjur á þriðja ársfjórðungi 2015 námu 229,7 milljónum evra.
     
  •  EBITDA á þriðja ársfjórðungi 2016 var 41,5 milljónir evra sem er 17,7% af tekjum [3F 2015: Leiðrétt EBITDA** 31,6m, 16,7%]. Pro forma leiðrétt EBITDA** á þriðja ársfjórðungi 2015 nam 41,4 milljónum evra eða 18,0% af tekjum.
     
  •  EBIT* á þriðja ársfjórðungi 2016 var 33,4 milljónir evra, sem er 14,2% af tekjum [3F 2015: Leiðréttur rekstrarhagnaður EBIT** 24,2m, 12,8% af tekjum]. Pro forma leiðrétt EBIT** á þriðja ársfjórðungi 2015 nam 31,6 milljónum evra eða 13,8% af tekjum.
     
  •  Hagnaður þriðja ársfjórðungs 2016 nam 17,3 milljónum evra [3F 2015: 14,7m]. Hagnaður á hlut var 2,42 evru sent [3F 2015: 2,07 evru sent].
     
  •  Handbært fé frá rekstri fyrir fjármagnsliði og skatta nam 33,2 milljónum evra á þriðja ársfjórðungi 2016 [3F 2015: 29,7m]. Skuldahlutfall (nettó skuldir/EBITDA) í lok þriðja ársfjórðungs 2016 er 2,6x.
     
  •  Pantanabókin stóð í 305,1 milljónum evra við lok þriðja ársfjórðungs 2016 samanborið við 306,5 milljónir evra í lok annars ársfjórðungs 2016 [3F 2015: 187,7m]. Pro forma pantanabók við lok þriðja ársfjórðungs 2015 var 303,6 milljónir evra.
     

Marel heldur áfram að skila góðri rekstrarniðurstöðu. Tekjur þriðja ársfjórðungs námu 235 milljónum evra með 14,2% EBIT*. Sjóðstreymi frá rekstri er áfram sterkt sem leiðir til þess að skuldahlutfallið í lok þriðja árs-fjórðungs 2016 er 2,6x.

Pantanir þriðja ársfjórðungs 2016 námu 233 milljónum evra og eru samtals 718 milljónum evra frá áramótum (pro forma). Sala á staðlaðri vöru og varahlutum var sterk í öllum iðnuðum.  Kjúklingaiðnaðurinn tryggði sér fjölmörg meðalstór og stærri verkefni fyrir viðskiptavini á fyrstu níu mánuðum ársins. Á sama tímabili hafa markaðsaðstæður í kjöt- og fiskiðnaði verið lakari fyrir stærri verkefni. Kjötiðnaðurinn byrjaði að taka við sér á þriðja ársfjórðungi og tryggði sameinað söluteymi MPS og Marel verkefni í heildarlausnum fyrir viðskiptavini í kjötiðnað í Evrópu og Kína. Í byrjun fjórða ársfjórðungs tryggði Marel sér tímamótaverkefni í laxaiðnaði í Noregi.

Pro forma tekjur Marel á fyrstu níu mánuðum ársins 2016 námu 733 milljónum evra  með 108,4 milljónum evra í rekstrarhagnað og 14,8% EBIT*. Marel gerir ráð fyrir hóflegum innri vexti í tekjum og rekstrarhagnaði (EBIT*) sameinaðs félags á árinu 2016.

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri:
„Við erum ánægð með niðurstöðu þriðja ársfjórðungs 2016. Teymið er einbeitt og árangursdrifið sem skilar sér í sterkri rekstrarniðurstöðu og nálægt 15% rekstrarhagnaði fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Við höldum áfram að kynna til leiks fjölmargar nýjar og skilvirkar lausnir fyrir viðskiptavini okkar og fjárfesta í innviðum fyrirtækisins  til að undirbúa framtíðarvöxt og virðisaukningu.

Á heildina litið er útlit fyrir að markaðsaðstæður fyrir stærri verkefni sé að taka við sér. Vegna almennra efnahagsaðstæðna er þó erfitt að segja til um tímasetningu á stærri verkefnum.

Samruni MPS og Marel gengur vel og samkvæmt áætlun. Við höfum sameinað og þjálfað söluteymi okkar í kjötiðnaði. Þetta frábæra teymi hefur nú tryggt verkefni í heildarlausnum fyrir viðskiptavini okkar víða um heim. Það er ljóst að við erum sterkari saman og betri í að mæta þörfum viðskiptavina okkar.“   

Horfur
Marel gerir ráð fyrir hóflegum innri vexti í tekjum og rekstrarhagnaði (EBIT*) sameinaðs félags á árinu 2016.

Til meðal og lengri tíma litið, telur Marel að nýsköpun og sterk markaðsstaða um allan heim í öllum iðnuðum félagsins muni skila góðum vexti og aukinni arðsemi. Framtíðarhorfur eru góðar og gert er ráð fyrir því að markaðsvöxtur nemi 4-6% á næstu árum. Markmið Marel er að halda áfram að vaxa hraðar en markaðurinn.

Langtímahorfur Marel eru góðar en til skemmri tíma litið hefur óvissa í heimsbúskapnum aukist. Engu að síður má gera ráð fyrir að afkoman verði breytileg milli ársfjórðunga vegna efnahagsþróunar á heimsvísu, sveiflna í pöntunum og tímasetninga stærri verkefna.

Vinsamlegast athugið að tilkynning þessi tekur aðeins til helstu þátta uppgjörsins en uppgjörstilkynning í fullri lengd á ensku er aðgengileg á heimasíðu Marel: http://marel.com/corporate/investor-relations/publications
Þar er m.a. að finna lykiltölur og yfirlit yfir markaði félagsins.

Kynningarfundur 27. október 2016

Marel boðar til kynningarfundar um afkomu félagsins fimmtudaginn 27. október kl. 8:30 í húsnæði þess að Austurhrauni 9, Garðabæ. Fundinum verður einnig netvarpað: www.marel.com/webcast.

Birtingardagar fyrir reikningsárið 2017 og 2018
 4. ársfjórðungur 2016                                  8. febrúar 2017 
 1. ársfjórðungur 2017                                  3. maí 2017
 2. ársfjórðungur 2017                                  26. júlí 2017
 3. ársfjórðungur 2017                                  25. október 2017
 4. ársfjórðungur 2017                                  31. janúar 2018

Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun markaðar.

Frekari upplýsingar veitir:
Auðbjörg Ólafsdóttir, yfirmaður fjárfestatengsla og samskipta. Símar: 563-8626 og 853-8626